Stafræn gjá

Úr Wikibókunum
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur Tómas Vilbergsson

Stafræn gjá - The Digital Divide[breyta]

Stafræn gjá ( Digital divide) kallast bilið milli þeirra sem hafa aðstöðu til að tileinka sér möguleika upplýsingatækninnar og hinna sem hafa það ekki. Hugtakið byggir á félagslegri uppbyggingu sem kom fram í dagsljósið eftir 1990, eftir að Internetið varð alkunna og Veraldarvefurinn þandist út í það að verða stærsti þekkingarbrunnur sögunnar. Nú hefur kastljósið á þessari upplýsingatækniumræðu færst og þróast, helsta áherslan er nú á hve margir eiga tölvur og tæknibúnað til upplýsinga- og fjarskiptatækni (e.information and communication tecnology) og hvernig þessi tækni er notuð til þáttöku í upplýsingabyltingunni eða þekkingasamfélaginu eins og sumir vilja kalla nútímasamfélag. Fyrir þá sem bæði geta miðlað og fengið upplýsingar frá vefurinn|Vefnum gefur það fyrirheit og forskot um vísinda og tæknisamvinnu, gegnsæi stjórnvalda, markaðsforskot og betri skilning á milli fólks. En þetta á aðeins við um þá “elítu” sem nýtur alls þessa. Um 2003 höfðu aðeins 7 % af þeim 6,4 milljörðum sem byggja jörðina aðgang að veraldarvefurinn|Veraldarvefnum (NielsenNetRatings, ágúst, 2003). Sem dæmi að í w:Afríku sunnan Sahara þar sem 13 prósent af íbúum heimsins býr, eru aðeins rétt yfir eitt prósent af Internet notendum heimsins. Í Norður Ameríka|Norður-Ameríku, þar sem fimm prósent af íbúum heimsins býr, eru þriðjungur allra Internet notenda í heiminum. Þó að ekki sé hægt að kenna upplýsingaskortinum beint um mannlegar þjáningar vekur hin stafræna gjá upp siðferðilegar spurningar um alheimsaðgang að Internet|Netinu. Eins og aðgangur að mat og hreinu vatni hefur aðgangur að upplýsingum móralska og siðferðilega skírskotun sem verðskuldar íhugun um mótun opinberar stefnu.

Þriðja heims löndin[breyta]

Stærstu hluti fólks þriðja heimsins hefur ekki einu sinni aðgang að hinum eldri miðlum eins og síma, útvarpi, sjónvarpi eða jafnvel að dagblöðum og tekur þar af leiðandi ekki þátt í netsamfélaginu. Margir hafa jafnvel ekki heldur aðgang að grundvallarþjónustu eins og rafmagni Þær tölvur og netsambönd sem til eru aðallega notuð af hernum, opinberum aðilum, alþjóðlegum fyrirtækjum, bönkum, stærri háskólum og rannsóknamiðstöðvum í stað þess að nýta þær fyrir þróun landsins svo sem fyrir landbúnað, heilbrigðisþjónustu, menntun, opinberar framkvæmdir, vatnsveitur, almenningssamgöngur, opinberar upplýsingar, samfélagsþróun, dreifbýlis- og/eða þéttbýlisskipulag eða opinbera þjónustu. (van Dijk, 1999).

Breytingar[breyta]

Stafræna gjáin er að breytast hin síðustu ár og annars konar gjá smá saman að myndast Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um þróun lífsgæða kemur í ljós að ríkar þjóðir nota w:upplýsingatækni til að auka gróða sinn á meðan fátæku löndin eru rétt að hefja þátttöku í upplýsingasamfélaginu. Enn fremur sýnir skýrslan að ríkar þjóðir eru líklegri til að hafa ódýrara og hraðvirkara aðgengi að upplýsingum á meðan fátækari þjóðirnar eru skildar eftir í óvissu með hægfara og dýrar tengingar. Þótt íbúar þessa tveggja heima búi og vinni hlið við hlið, mun forskot þess að vera ríkur af upplýsingum (e. information rich) bera hina fátæku ofurliði og þar með koma í veg fyrir að þeir geti tekið þátt í hinni alþjóðlegu umræðu. Það eru nefnilega aðeins þeir sem eru menntaðir og efnaðir sem telja að aðrir þurfi upplýsingatækni, þeir telja einnig að tæknin teljist til þeirra nauðsynja sem ríki þurfa til að þróast. Hinir fátæku og ómenntuðu telja hins vegar að upplýsinga- og fjarskiptatækni teljist ekki til þeirra hluta sem ríki þarfnist til að þróast og dafna.

Ýmis sjónarmið[breyta]

Hin stafræna gjá er vandamál af margvíslegum stærðargráðum. Kling (w:1998) sér gjána út frá tveimur sjónarhornum , í fyrsta lagi út frá tæknilegu sjónarmiði með skírskotun til þess hversu auðvelt er að nálgast innri uppbyggingu (infrastructure), vélbúnað og hugbúnað upplýsingatækninnar og í öðru lagi þjóðfélagslegu sjónarmiðin með skírskotun til þeirrar færni sem þarf til stjórna tæknilegu hliðunum. And Keniston (2003) aðgreinir fjórar félagslegar deildir, 1) þeir sem eru ríkir og valdamiklir og þeir sem eru ekki, 2) þeir sem tala ensku og þeir sem gera það ekki, 3) þeir sem búa á vel tæknivæddum svæðum og þeir sem ekki gera það, 4) þeir sem eru tæknilega sinnaðir og þeir sem eru það ekki. Frá hnattrænu sjónarhóli sést að áherslan á tölvu og upplýsingatækniaðgang er í miklu mæli í Norður Ameríku, Evrópu og Norður Asíu Kyrrahafslöndunum, á meðan aðgangur er takmarkaður á suðursvæðum hnattarins, sérstaklega í Afríku, dreifbýlissvæðum Indlands og suðursvæðum Asíu. Fátækari þjóðirnar sem plagaðar eru af margþættum byrðum skulda, sjúkdóma og fáfræði eru þær sem ólíklegast hagnast á internet aðgangi.

Stofnkostnaðurinn við að tryggja sér búnað og koma á fót búnaði er langt frá hugmyndum flestra þriðja heims landa. Sá kostnaður er í samkeppni við baráttuna um að lifa af. Pólitískir stjórnendur standa frammi fyrir því að þurfa að réttlæta fjárfestingar í upplýsingatækni á sama tíma og auðlindir heima fyrir eru takmarkaðar og brýnni þörf fyrir fólk að fá grunn næringu, heilsugæslu og uppfyllta menntunarþörf. Ef hægt á að vera að réttlæta þróun upplýsingartækninnar í þessum löndum er því trúað að UT sé tæki sem hægt sé að beita til að mæta frumþörfum fólks.

Fyrirstöður[breyta]

Ein mesta fyrirstaða á útbreiðslu UT er tungumál|tungumálið. Árið 2000 voru aðeins 20 % af öllum vefsíðum heimsins á öðru máli en ensku, og flestar af þeim voru á japönsku, þýsku, frönsku,spænsku,portúgölsku og kínversku. En á stærri svæðum Afríku, Indlandi og suður Asíu eru minna en 10 % fólks enskumælandi á meðan restin, meira en tveir milljarðar, tala tungumál sem er lítið notað á Vefnum. Þess vegna hefur fólkið á þessum svæðum lítil not fyrir tölvur og þeir sem ekki nota tölvur gera litlar markaðskröfur til tölvuhugbúnaðar á sínu tungumáli. Með því að eftirláta markaðnum þetta mun þetta engilsaxneska forræði halda áfram óhindrað. Ef við litum á stafræna gjá algjörlega sem tæknileg vandamál getum við leyst það. Vestræn auðlegð getur gripið inn í það. Það er ekki óraunhæft verkefni að tengja allar þjóðir, alla ættflokka og öll samfélög ,sama hvað þau eru einangruð, í samtengt sameiginlegt upplýsingasamfélag. Vestræn ríki hafa fjármagn og getu til að framleiða ódýrar tölvur og þýða á mismunandi tungumál og dreifa til fátækari þjóða.

Stefnumótun[breyta]

En hin stafræna gjá er ekki aðallega tæknilegs eðlis. Þeir sem móta stefnuna geta ekki einungis troðið tækninni í hendurnar á fólki í þeirri von að hún verði notuð. Líta verður til þjóðfélagsgerðar og efnahagsuppbyggingu (Warshauer, 2202). UT verkefni verða að vera hugsuð út frá mati á raunverulegri þörf á hverjum stað. Þeir sem skipuleggja verða að taka mið af ríkjandi þjóðfélagsgerð, tungumál á hverjum stað og menningu, læsi og menntunarstig notenda og stofnanamenningu og uppbyggingu þjóðfélagsins. Swaminathan (2001), einn þekktasti vísindamaður indlands, bendir á að ef ná eigi þátttöku í tækni og upplýsingartækni þarf að nálgast þá sem ekki hefur náðst í og því eigi stefnumótunaraðilar að beina athygli sinni að þeim fátækustu. Með frumkvæði sínu á stafrænum málum hefur rannsóknarstofnun Swaminathan sýnt hvernig UT geti breytt lífi fátækra í afskekktum þorpum með aðferðum sem tryggja þátttöku infæddra frá byrjun. Verkefni byrji á mati á sérstakri þörf infæddra og með því að innleiða verklag sem byggir algjörlega innfæddum þorpsbúum frekar en á umboðsmönnum og tæknilegum sérfræðingum. Gjánni verður kannski aldrei lokað en þar sem á að byggja brú verðu hún byggð með virkri þátttöku frá báðum hliðum.

Heimildir[breyta]